Um STRÁ

Reynsla ráðgjafa hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. á sviði starfsmanna- og ráðningarmála spanna nú yfir þrjá áratugi, en við höfum unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins.

Sími: 588 3031

Lesa meira

Ný störf í boði

19.08. - Gengið hefur verið frá ráðningu í starf skrifstofumanns hjá United Silicon hf.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

18.08. Viðtalsferli er hafið.

 

Nýtt starf hjá nýju kísilveri í Helguvík.

Við leitum að reynsluríkum skrifstofumanni fyrir United Silicon hf.,  sem er að hefja byggingu kísilvers í Helguvík, en framleiðsla kísils mun hefjast árið 2016.  Áætlanir gera ráð fyrir að um 60 starfsmenn muni starfa hjá verksmiðjunni á rekstrartíma, en um 200 starfsmenn munu sjá um að reisa verið á tveggja ára uppbyggingartíma.  Um er að ræða framtíðarstarf allan daginn á skrifstofu félagins. 

Starfið felst í fjölbreytilegum skrifstofustörfum m.a. á sviði bókhalds, ritvinnslu á íslensku og ensku, skráningarvinnu, skjalavistunar, undirbúnings funda og annað tilfallandi.  Kostur er ef viðkomandi hefur reynslu af störfum á verkfræðistofu eða í sambærilegu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af fjölbreyttum skrifstofustörfum og tilbúnir að leggja sitt af mörkum í nýju starfsumhverfi.  Áhersla er lögð á skipulagshæfni, nákvæmni í vinnubrögðum, frumkvæði til framkvæmda, sjálfstæði í starfi, sveigjanleika og lipurð í mannlegum samskiptum.  Góð ensku- og íslenskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg auk sveigjanleika með vinnuframlag á álagstímum ef svo ber undir.  Þekking eða áhugi á tæknisviði er áhugaverður kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst nk., en viðkomandi þyrfti að hefja störf sem allra fyrst.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., svarar fyrirspurnum meðan á umsóknarferli stendur. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

 

Veislusalurinn Turninn í Kópavogi opnar með “pompi og pragt” í ágúst nk.

Því leitum við að lífsglöðum og þjónustuliprum starfsmönnum

Matreiðslumönnum með menntun og marktæka reynslu af matargerð og metnað fyrir matargerðarlist eins og hún gerist best. 

Framreiðslufólki með martæka reynslu af þjónustustörfum og metnað fyrir framúrskarandi þjónustu.

Fagfólki í smurbrauðsgerð með marktæka reynslu í faginu, en auk þess kemur til greina að þjálfa áhugasama nema.

Aðstoðarfólki í eldhúsi með marktæka reynslu af sambærilegum störfum. 

Aðalbókara með marktæka reynslu af bókhaldi, uppgjöri og frágangi gagna til endurskoðanda, en um hlutastarf verður að ræða. 14.08. - Viðtalsferli er hafið.  19.08. - Gengið hefur verið frá ráðningu. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi. 

Um er að ræða ný og spennandi störf í einum glæsilegasta veislusal landsins. Vinnutími verður skv. samkomulagi, þ.e. til greina kemur dagvinna, vaktavinna og/eða hlutastörf. Nánari upplýsingar verða veittar hjá STRÁ ehf. í síma 588-3031, sjá www.stra.is. Guðný Harðardóttir svarar fyrirspurnum, vinsamlega sendið umsóknir / starfsferilskrár til stra@stra.is. 

Rekstraraðili Veislusalarins er Múlakaffi, sem býr yfir meira en 50 ára reynslu af veitingarekstri auk þeirrar þekkingar og sérhæfingar, sem nútímaleg veislutilefni krefjast. 

Lífið er veisla - njótum hennar

10.06. - Gengið hefur verið frá ráðningu viðskiptafræðings. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi. Fyrirtækið er hágæðahótel í Reykjavík. Viðskiptafræðingur hefur alhliða umsjón með bókhaldi og annast jafnframt uppgjör og frágang gagna í hendur endurskoðanda. Unnið er með aðstoð Navision viðskiptahugbúnaðar. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu viðskiptafræðingar eða með sambærilega menntun, en marktæk þekking og reynsla af bókhaldsstörfum er skilyrð. Reynsla af störfum á endurskoðunarskrifstofum er sérlega áhugaverð. Áhersla er lögð á nákvæm og skilvís vinnubrögð, skiplagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Viðkomandi þarf að vera töluglöggur auk þess að vera glöggur notandi á helstu tölvukerfi. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar um starfið, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.
20.05. - Gengið hefur verið frá ráðningu bókara hjá MULTIVAC á Íslandi. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi. 07.04. - Viðtalsferli er hafið. 24.03. - Lokað hefur verið fyrir umsóknarferli og vinnsluferli hafið. MULTIVAC á Íslandi selur og þjónustar MULTIVAC pökkunarvélar og aðrar vörur og vélar fyrir íslenskan iðnað. Félagið er staðsett í Reykjavík og er útibú frá MULTIVAC A/S í Danmörku, sem heyrir undir hið þýska móðurfélag er rekur 67 dótturfélög víðsvegar um heiminn og er leiðandi á sínu sviði. Bókari hefur umsjón með fjölbreyttum bókhaldsverkefnum þar með talið uppgjör og frágangur í hendur endurskoðanda félagsins. Unnið er með aðstoð Navision viðskiptahugbúnaðar. Starfsmaðurinn hefur jafnframt umsjón með mánaðarlegri skýrslugerð og skilum til móðurfélagsins í Þýskalandi auk annarra þeirra skrifstofustarfa er falla til hverju sinni. Um 100% starfshlutfall er að ræða og viðkomandi þyrfti að geta hafið störf fljótlega. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka þekkingu og áralanga reynslu af bókhaldsstörfum auk þess að vera vel tölvulæsir. Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg vegna erlendra samskipta. Áhersla er lögð á töluglöggvun, nákvæm og skilvís vinnubrögð, skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars nk. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn til STRÁ netfangið: stra@stra.is. Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um starfið. UMSÆKJENDUR VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ FYRIRSPURNUM VERÐUR EINGÖNGU SVARAÐ HJÁ STRÁ ehf.
29.04. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu aðstoðarverkstjóra. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið er rótgróið og traust innflutningsfyrirtæki, staðsett í Hafnarfirði.

Starfið felst í alhliða daglegum störfum á lager fyrirtækisins og aðstoð við stjórnun verka og starfsmanna auk annarra tilfallandi lagerstarfa.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum og með haldbæra þekkingu á stálvörum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi lyftarapróf, en meirapróf er kostur. Við leitum að heilsuhraustum, röggsömum og skipulögðum aðila með leiðtogahæfileika og góða þjónustulund. 

Áhersla er lögð á reglusemi, snyrtimennsku, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Búseta í Hafnarfirði er sannarlega áhugaverður kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 16.04. nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Vinsamlega sendið umsóknir til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.
09.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu sölufulltrúa hjá MULTIVAC á Íslandi. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi. 21.02. - Viðtalsferli er hafið. 17.02. - Umsóknarferli er lokið og vinnsluferli hafið. MULTIVAC á Íslandi selur og þjónustar MULTIVAC pökkunarvélar og aðrar vörur og vélar fyrir íslenskan iðnað. Félagið er staðsett í Reykjavík og er útibú frá MULTIVAC A/S í Danmörku, sem heyrir undir hið þýska móðurfélag er rekur 67 dótturfélög víðsvegar um heiminn og er leiðandi á sínu sviði. Sölufulltrúi hefur umsjón með daglegri kynningu og sölu á vörum félagsins, með skipulegum vitjunum til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, sem og á landsbyggðinni. Hans er að rækta viðskiptasambönd og afla nýrra, finna lausnir viðskiptavinum í hag auk þess að annast tæknilega ráðgjöf, tilboðsgerð og frágang sölusamninga auk annarra þeirra starfa er falla til hverju sinni. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum auk þess að vera tæknilega þenkjandi og úrræðagóðir. Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg, þýskukunnátta er kostur. Starfinu fylgir ferðalög innanlands sem utan. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, söluhæfileika, frumkvæði og fylgni til framkvæmda. Fyrirtækið leggur til bifreið í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar nk. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn til STRÁ netfangið: stra@stra.is. Gengið verður frá ráðningu fljótlega Guðný Harðardóttir, hjá STRÁ veitir nánari upplýsingar um starfið.
11.02. - Gengið hefur verið frá ráðningu þjónustufulltrúa á mannauðssviði. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi. 06.02. - Viðtalsferli er hafið. 04.02. - Umsóknarferli er lokið og greiningarferli hafið. Fyrirtækið er traust og vel þekkt þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Þjónustufulltrúi aðstoðar við ýmis fjölbreytileg störf er lúta að mannauðsmálum, s.s. móttöku umsókna, skáningu gagna, svörun fyrirspurna og upplýsingagjöf auk þess að hafa umsjón með skjalasafni félagsins. Þjónustufulltrúi kemur jafnframt að markaðsmálum í samráði við framkvæmdastjóra auk annarra tilfallandi starfa á skrifstofu. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun sem hentar í starfið og/eða með marktæka reynslu af skrifstofustörfum. Áhersla er lögð á skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum, auk brennandi áhuga á mannauðsmálum, sjálfstæði í vinnubrögðum, þjónustulipurð og frumkvæði til framkvæmda. Viðkomandi þarf að geta unnið vel við tímabundið álag ef svo ber undir. Vinnutími er 5-7 klst. á dag eða skv. nánara samkomulagi, en gera má ráð fyrir lengri viðveru á álagstíma. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur. Vinsamlega sendið umsóknir til stra@stra.is, þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.
07.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu sviðsstjóra þjónustusviðs. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi. 18.02. - Viðtalsferli er hafið. 11.02. - Umsóknarferli er lokið og greiningarferli hafið. Embætti umboðsmanns skuldara auglýsir lausa stöðu sviðsstjóra þjónustusviðs Sviðsstjóri þjónustusviðs hefur umsjón með daglegri starfsemi sviðsins, sem annast fjölbreytt störf er varðar úrlausnir fyrir umbjóðendur embættisins s.s. ráðgjöf, greiðsluaðlögun auk annarra þeirra sérhæfðu verkefna er falla til hverju sinni. Sviðsstjóri á sæti í yfirstjórn embættisins. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun, sem nýtist í starfi auk marktækrar stjórnunarreynslu og með mannaforráð. Við leitum að lausnamiðuðum einstaklingi, með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og brennandi áhuga á fjármálalegum úrlausnum á umræddu sviði. Áhersla er lögð á skipulögð og fagleg vinnubrögð, forystuhæfileika, jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk fylgni til framkvæmda. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, prófgögn og fyrri störf til STRÁ netfangið: stra@stra.is. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Guðný Harðardóttir, hjá STRÁ veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, sjá nánar www.stra.is. Embætti umboðsmanns skuldara er ríkisstofnun sem tók til starfa 1. ágúst 2010. Embættið veitir einstaklingum og fjölskyldum í fjárhagsvanda ókeypis aðstoð við að öðlast yfirsýn yfir stöðu fjármála sinna og leita leiða til lausna. Einnig er tekið á móti erindum og ábendingum um ágalla á lánastarfsemi.
Fleiri störf

Fréttir

Í lok júlí þessa árs birtust þrjár tölur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Hagstofan og Vinnumálastofnun birtu atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fam að tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist.

Atvinnuleysi á mælikvarða Hagstofunnar (úrtakskönnun) var 4,6% í júní samanborið við 7,1% í maí, mikil sveifla er í tölum Hagstofunnar og því betra að skoða lengri tímabil og meðaltöl. Í júní 2013 mældist atvinnuleysið 6,4%, það hefur því lækkað um 1,8 prósentustig milli ára.

Samkvæmt tölum VMST var atvinnuleysið 3,2% í júní og lækkaði um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í júní 2013 var atvinnuleysið 3,9% og hefur það því lækkað um 0,7 prósentur milli ára. Sé horft á 12 mánaða meðaltal er atvinnuleysið einni prósentu lægra á þann mælikvarða en það var fyrir ári síðan.

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli mánaða í júní. Launavísitalan hefur því hækkað um 4,1% á þessu ári og um 5,4% frá sama mánuði árið áður.

Verðbólgan hefur verið lág að undanförnu, það veldur því að launahækkanir skila sér frekar í auknum kaupmætti. Kaupmáttur launa hefur aukist um 3,1% á árinu 2014, sem verður að teljast nokkuð mikil hækkun. Kaupmáttur launa er nú á svipuðum stað og hann var undir lok árs 2006.

 

Skv. Visi.is í júlí 2014, birt góðfúslega á vef Starfsráðninga ehf.

Ný heimasíða STRÁ Starfsráðninga ehf. hefur litið dagsins ljós.  Markmið þessa er að auðvelda umsækjendum og viðskiptavinum aðgengi að upplýsingum og glöggva sig betur á starfsemi félagsins og þeim störfum sem auglýst eru.  

Jafnframt bendum við á að flest þau störf sem inn á okkar borð koma eru leyst með leit í öflugum gagnabanka félagsins. Þannig spörum við vinnuveitendum tíma, fé og fyrirhöfn auk þess að veita þeim umsækjendum sem eru á skrá betri þjónustu varðandi vinnslu og utanumhald þeirra gagna. 

Við minnum einnig á að símaviðtalstímar hjá ráðgjafa eru alla mánu- og miðvikudaga milli kl.13-14.

Við auglýsum ekki öll störf á vefi okkar né í fjölmiðlum. Okkar styrkur er öflugur gagnabanka og þar leitum við að umsóknum er passa við þau störf sem okkur berast í samræmi við hæfniskröfur vinnuveitenda. Við vitum að valið á rétta starfsfólkinu er einn mikilvægasti þátturinn í velgengni íslenskra fyrirtækja. Símaviðtalstími hjá ráðgjafa er alla mánu- og miðvikudaga frá kl.13-14, vinsamlega leggið inn skilaboð ef allar línur eru uppteknar. Skilaboðum verður svarað jafnskjótt og kostur gefst. Nýr vefur fyrirtækisins mun brátt líta dagsins ljós.
7700 manns voru án atvinnu og í atvinnuleit í febrúar samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. 173.700 voru með vinnu en samtals voru 181.400 manns á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka mældist 79,1 prósent, hlutfall starfandi var 75,7 prósent og atvinnuleysi var 4,2 prósent. Samanburður mælinga í febrúar 2013 og nú í ár sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 0,3 prósentustig og hlutfall starfandi minnkaði um 0,7 prósentustig. Á sama tíma minnkaði hlutfall atvinnulausra um 0,5 prósentustig. Visir.is 26.03. 2014.
Símaþjónusta á skrifstofu STRÁ ehf. er alla virka daga frá kl.9-17, en símaviðtalstími við Guðnýju Harðardóttur er á mánu- og miðvikudögum frá kl.13-14. Samhliða aukinni tæknivæðingu höfum við breytt almennri afgreiðslu á skrifstofu, en fyrirspurnum / upplýsingum verður svarað símleiðis og með rafpósti. Í smíðum er jafnframt ný vefsíða til aukinnar hagræðingar fyrir umsækjendur.
Við tæknivæðumst enn frekar og breytum opunartíma á skrifstofu í takt við það. Vinsamlega athugið að skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl.10-12 frá og með 10. febrúar nk. Símatími vegna auglýstra starfa verður á sama tíma, en rafpósti til stra@stra.is og gudny@stra.is verður svarað á hefðbundnum skrifstofutíma frá kl.9-17 alla virka daga.
Vinsamlega athugið að vegna annríkis og fjölda umsókna í auglýst störf, í viku 14, mun staðfesting á móttöku gagna berast einum til tveimur dögum eftir að umsóknir og önnur gögn umsækjenda berast með rafrænum pósti. Umsækjendum er þökkuð sýnd þolinmæði.
Vinsamlega athugið að afgreiðslutími á skrifstofu STRÁ ehf. er frá kl.10-15 alla virka daga.
Fleiri fréttir